Handtökuskipun afturkölluð

19.07.2018 - 14:27
Erlent · Katalónía · Spánn · Evrópa
epa05445193 Catalonian President Carles Puigdemont reacts during a plenary session at the Catalonian Parliament in Barcelona, northeastern Spain, 28 July 2016. Catalonian Parliament the previous day passed conclusions on a constituent process, relating to
 Mynd: EPA - EFE
Dómari á Spáni felldi í dag úr gildi alþjóðlega og evrópska handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta Katalóníuhéraðs og öðrum katalónskum aðskilnaðarsinnum sem flýðu frá Spáni í október síðastliðnum. Dómarinn sagði að ákvörðun um það hefði verið tekin eftir að dómstóll í Þýskalandi féllst á að framselja Puigdemont til Spánar. Hann verður ekki framseldur vegna uppreisnartilraunar, eins og hann hefur verið ákærður fyrir, heldur fyrir að hafa misnotað opinbert fé.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi