Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Handke og Tokarczuk hljóta Nóbelsverðlaun

Mynd með færslu
 Mynd: cc

Handke og Tokarczuk hljóta Nóbelsverðlaun

10.10.2019 - 11:02

Höfundar

Sænska akademían hefur tilkynnt höfundana sem hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Það eru rithöfundarnir Peter Handke og Olga Tokarczuk.

Peter Handke frá Austurríki og Olga Tokarczuk frá Póllandi eru handhafar Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum 2018 og 2019. Verðlaunahafar eru tveir í ár því afhendingu þeirra var aflýst í fyrra vegna hneykslismáls sem varð til þess að sænska akademían varð óstarfhæf. Handke fær verðlaunin fyrir árið 2019 og Tokarczuk fyrir árið 2018.

Í ályktun sænsku akademíunnar segir að Peter Handke fái verðlaunin fyrir áhrifamikið höfundarverk sem hefur með mikilli orðkynngi kannað útmörk og sérstöðu mannlegrar upplifunar. Olga Tokarzuk fær þau fyrir frásagnarlist sem einkennist af fjölfræðilegri ástríðu.

FILE - In this Friday Aug. 7, 2009 file photo, Austrian author Peter Handke attends a dress rehearsal of Samuel Beckett's and Peter Handke's drama "Krapp's Last Tape/ Until Day Do You Part or A Question of Light" on in Salzburg, Austria. The winner of the 2019 Nobel Prize in literature is Austrian author Peter Handke. (AP Photo/Kerstin Joensson, File)
 Mynd: AP
Peter Handke.

Peter Handke fæddist árið 1942 í Griffen í Austurríki. Hann er skáldsagnahöfundur, leikskáld og þýðandi. Þekktasta skáldsaga hans er Die Angst des Tormanns beim Elfmeter, sem kom út árið 1970. Hann vakti fyrst athygli sem leikskáld af framúrstefnulegri sort árið 1966 með leikverkinu Publikumsbeschimpfung þar sem fjórir leikarar skiptast á að greina eðli leikhússins í klukkustund og taka svo til við að móðga áhorfendur um leið og þeir mæra sína eigin frammistöðu. Skáldsaga hans Kindergeschichte, eða Barnasaga, kom út í íslenski þýðingu Péturs Gunnarssonar árið 1987.

epa07909727 (FILE) - Polish writer Olga Tokarczuk attends the press conference for 'Pokot' (Spoor) during the 67th annual Berlin Film Festival, in Berlin, Germany, 12 February 2017 (reissued 10 October 2019). The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to Tokarczuk, the Swedish Academy announced on 10 October 2019.  EPA-EFE/GUILLAUME HORCAJUELO
 Mynd: EPA
Olga Tokarczuk.

Olga Tokarczuk fæddist 1962 í Súlueckow, litlu þorpi vestast í Póllandi. Hún telst til merkustu rithöfunda Póllands og Evrópu. Hún lærði sálfræði og starfaði um hríð við það fag en skrifaði jafnframt. Árið 1989 kom fyrsta bók hennar út, ljóðabókin Miasta w lustrach (Borgir í spegli). Árið 1993 kom svo fyrsta skáldsaga Olgu, Podróż ludzi księgi  (Ferðalög bókafólksins), dæmisaga um leit tveggja elskanda að leyndardómum bókarinnar. Sagan gerist í Frakklandi 17. aldararinnar og náði strax mikilli athygli og vinsældum. Með skáldsögunni Prawiek i inne czasy  (Ur og aðrir tímar) sem kom út 1996 tóku verk hennar einnig að vekja athygli utan Póllands. Sagan spannar mesta alla 20. öldina og er sögð frá sjónarhorni fjögurra erkiengla. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker verðlaunin 2018 fyrir skáldsöguna Flights. Tokarczuk var gestur pólskra menningardaga í Reykjavík árið 2006.

Fjallað verður nánar um höfundana í Víðsjá á Rás 1, klukkan 16.00 í dag.

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Tvöfaldur Nóbell í bókmenntum

Bókmenntir

Nóbelsverðlaunaharmleikurinn

Bókmenntir

Aðeins á ferðinni er manneskjan frjáls

Bókmenntir

Pólskur rithöfundur fær alþjóðlegu Man Booker