Halli Leví - Nada Surf og Black Crowes

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Halli Leví - Nada Surf og Black Crowes

14.02.2020 - 18:48

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er hljómplötuútgefandinn og plötusalinn Haraldur Leví Gunnarsson frá Hafnarfirði. Hann mætir með uppáhalds ROKKplötuna kl. 21.00

Við fáum lag frá vini þáttarins kl. 19.45 og plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er fyrsta plata bandarísku rokksveitarinnar The Black Crowes, Shake Your Money Maker, sem kom út fyrir 30 árum, 13. Febrúar árið 1990 á vegum Def Jam útgáfunnar og sló umsvifalaust í gegn.

Platan heitir eftir gamla blús-slagaranum Shake you money Maker eftir Elmore James. Sveitin hefur spilað það óteljandi sinnum á tónleikum í gegnum tíðina en það er ekki á plötunni.

Platan náði 4. Sæti bandaríska vinsældalistans og tvö af lögum plötunar náðu topsæti mainstream rokk-lista Billboard, lögin Hard to handle og Jealous again.

Shake Your Money Maker er mest selda plata sveitarinnar og hefur í dag selst í meira en 5 milljónum eintaka.

En hljómsveitin Black Crowes var stofnuð árið 1984 og likilmenn sveitarinnar hafa alltaf verið bræðurnir Chris og Rich Robinson.

Sveitin gerði samning við Def Jam Recordings 1989 og milligöngumaður um það var uptökustjórinn George Drakoulias sem stjórnaði einmitt upptökum á Shake Your Money Maker.

Síðan hefu sveitin sent frá sér 8 hljóðversplötur og 4 tónleikaplötur. Önnur platan; The Southern Harmony and Musical Companion, fór alla leið á topp bandaríska vinsældalistans 1992.

Sveitin tók sér hlé frá 2002 – 2005 en kom þá aftur og túraði í nokkur ár áður en platan, Warpaint kom út 2008.

2010 fór sveitin í 20 ár afmælistúr en tók svo aftur hlé til 2013. 2015 var svo aftur hlé þar til núna í fyrra að þeir bræður Chris og Rich sem hafa átt stormasamt bræðrasamband alla tíð settu Black Crowes í gang enn einu sinni, en í þetta skiptið var enginn með sem hafði verið í hljómsveitinni áður nema þeir. Í ár er sveitin að túra í tilefni af 30 ára afmæli Shake Your Money Maker.

Óskalagasíminn verður opnaður (5687-123) um kl. 20

Lagalistinn:
Dúkkulísur - Skítt með það
Rolling Blackouts Coastal Fever - Cars in space
Bruce Springsteen - I fought the law
Drive By Truckers - Armageddon´s back in town
REM - Uberlin
The Black Crowes - Jealous again
VINUR ÞÁTTARINS
The Grease Band - New Moroning
Velvet Underground - Sweet Jane
SÍMATÍMI
My Bloody Valentine - Only shallow
Red Hot Chili Peppers - Suck my kiss (óskalag)
Machine Head - Hallowed by thy name (óskalag)
Lamb of God - Checkmate
Black Sabbath - Paranoid (óskalag)
QOTSA - Feel good hit of the summer
Wolfmother - Woman
Deep Purple - Smoke on the water
Black Crowes - Twice as hard (plata þáttarins)
GESTUR ÞÁTTARINS - HARALDUR LEVÍ GUNNARSSON
Lada Sport - Love donors
HALLI II
Nada Surf - Always love
HALLI III
Nada Surf - Blankest year
Dio - All the fooles sailed away (óskalag)
ZZ Top - Sharp dressed man
Nightwish - Noise
Black Crowes - Hard to handle (plata þáttarins)

Tengdar fréttir

Tónlist

Bryndís Ásmunds, Janis og alþjóðlegi Clash dagurinn!

Tónlist

Páll Rósinkranz - AC/DC og Neil Young & Crazy Horse

Tónlist

Anna Halldórs, Siouxsie and the Banshees og MSG

Tónlist

Ólafur Örn, Rage Against the Machine og U2