Halla Sigrún er nýr stjórnarformaður FME

21.12.2013 - 08:43
Mynd með færslu
 Mynd:
Nýr stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins er Halla Sigrún Hjartardóttir. Hún tekur við af Aðalsteini Leifssyni. Halla hefur starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Straums fjárfestingabana síðustu tvö ár; en vann áður hjá Íslandsbanka, frá 2002 til 2011.

Auk Höllu sitja þau Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri og Margrét Einarsdóttir lektor, í stjórn FME. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra skipaði í embættið.