
Guðni Th. Jóhannesson mælist með mest fylgi, en 55,1 prósent ætla að kjósa hann samkvæmt könnuninni. Davíð Oddsson tapar fylgi og mælist hann nú með 15,9 prósenta stuðning. Hann mældist með tæplega 20 prósenta fylgi í seinustu könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og tapar hann því 3,8 prósentustigum á milli kannanna.
Andri Snær Magnason mælist með 11 prósenta fylgi, Sturla Jónsson mælist með 2,2 prósent, Ástþór Magnússon með 1,7 prósent , Elísabet Jökulsdóttir mælist með 1,1 prósent, Guðrún M. Pálsdóttir mælist með 0,5 prósent og Hildur Þórðardóttir mælist með 0,2 prósenta fylgi.
Könnunin náði til tvö þúsund meðlima í netpanel Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Ríflega helmingur meðlima svaraði en svarhlutfall var 54 prósent með tilliti til brottfalls. Ekki er getið vikmarka í frétt um könnunina.