Hagsmunum best komið utan ESB

05.05.2011 - 12:20
Mynd með færslu
 Mynd:
Hagmunum Íslands er best fyrir komið utan Evrópusambandsins. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í viðtali við dagblaðið Wall Street Journal í dag. Steingrímur vísar til hagsmuna Íslendinga í sjávarútvegi, landbúnaði og öðrum greinum.

Auk þess hafi krónan þjónað Íslendingum vel og því sé það skoðun hans að halda beri krónunni. Í viðtalinu segir Steingrímur að mikil almenn andstaða sé við Evrópusambandið. Hins vegar telji hann ólíklegt að Bretar eða Hollendingar muni beita sér gegn hugsanlegri inngöngu Íslendinga í sambandið vegna Icesave-deilunnar. Slík andstaða væri, að mati Steingríms, mjög óviturleg.

Hér má lesa viðtalið við fjármálaráðherra í Wall Street Journal.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi