Rauði krossinn fær að sama skapi rúmlega hálfs milljarðs króna tekjur ár hvert úr spilakössum Íslandsspila, sem Rauði Krossinn á meirihluta í. Slysavarnarfélagið Landsbjörg fær 230 milljónir frá Íslandsspilum á ári og SÁÁ rúmar 80 milljónir króna. Samanlagðar árlegar tekjur Íslandsspila og Happdrættisins af rekstri 900 spilakassa eru um 9 milljarðar króna.
Þegar vinningar og rekstrarkostnaður hafa verið dregnir frá standa eftir rúmlega 2 milljarðar. Hreinn hagnaður fyrirtækjanna tveggja er um það bil 1400 milljónir. samtals.