Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hagnaður Össurar 8,6 milljarðar

04.02.2020 - 08:46
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink - Ruv.is
Hagnaður Össurar var 69 milljónir bandaríkjadala á síðasta ári eða nærri 8,6 milljarðar íslenskra króna. Árið 2018 var hagnaðurinn 80 milljónir dala eða tíu milljarðar króna. Þetta kemur fram í ársskýrslu fyrirtækisins sem birt er á vef Kauphallarinnar. Heildarsala ársins nam 85 milljörðum króna.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir Jón Sigurðsson forstjóri félagsins að aukin sala skýrist af nýjum vörum en einnig hafi fyrirtæki verið keypt á árinu. Hann gerir ráð fyrir frekari vexti á þessu ári og aukinni arðsemi.

palmij's picture
Pálmi Jónasson
Fréttastofa RÚV