Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Hafnarfjörður í gegnum linsu 21. aldar

Mynd: RÚV / RÚV

Hafnarfjörður í gegnum linsu 21. aldar

02.07.2019 - 11:20

Höfundar

Í Hafnarborg stendur yfir samsýningin Tímahvörf en þar birtist sýn átta íslenskra og erlendra ljósmyndara á Hafnarfjörð á 21. öld.

Kirsten Simonsen er sýningarstjóri Tímahvarfa en hugmyndin kom upphaflega frá Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanni Hafnarborgar, sem hafði fylgst með ólíkum ljósmyndurum sem höfðu myndað Hafnarfjörð, einkum Pétri Thomsen og Spessa

„Ágústa áttaði sig á að það væri eitthvað forvitnilegt á seyði og að möguleiki væri á að koma upp sýningu,“ segir Kirsten. „Verkefni mitt var að búa til sýningu sem snerist um opin svæði hér og nú í Hafnarfirði en eins og þeim eru gerð skil af ólíkum ljósmyndurum.“

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Kirsten Simonsen.

Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Daniel Reuter, Marino Thorlacius, Pamela Perez, Pétur Thomsen, Spessi, Staś Zawada, Stuart Richardson og Svala Ragnars.

„Ég fór að skoða verkin, bæði eftir ljósmyndara sem Ágústa stakk upp á, en kannaði líka hverjir aðrir gætu hafa unnið hér,“ segir Kirsten.Og það kom í ljós að allmargir höfðu gert það. Þetta er fjölbreyttur hópur listamanna og viðfangsefnin eru mjög ólík. En saman komin þá sýna þau mjög greinilega hvernig bærinn gengur í gegnum breytingar og hvering hann hefur mótast undanfarinn áratug.“

Tengdar fréttir

Myndlist

Leiðrétt hliðarveröld og hjartsláttur borganna

Menningarefni

Hulinn heimur fólksins í gámunum

Menningarefni

Íþróttir, eiturlyf og sannleikur í 111

Menningarefni

Fastagestir Kaffibarsins festir á filmu