Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hafa upplýst Guðna um viðræður sínar

29.11.2016 - 11:53
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins hafa upplýst forseta Íslands að samkomulag hafi náðst um að kannaður verði möguleiki á samstarfi þessara tveggja flokka í ríkisstjórn. „Forseti fylgist náið með þróun þessara viðræðna og væntir þess að komist verði að niðustöðu um myndun nýrrar ríkisstjórnar innan skamms,“ segir í yfirlýsingu frá forsetaembættinu.

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að fari svo að sátt náist milli flokkanna tveggja muni þeir í beinu framhaldi leita viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild að þeirri stjórn.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV