Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Hafa lagt hald á 285 kannabisplöntur

22.03.2013 - 11:41
Mynd með færslu
 Mynd:
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á 285 kannabisplöntur í vikunni. Í austurborg Reykjavíkur fundust 160 plöntur og átta kíló af kannabisefnum og í Kópavogi var lagt hald á 125 plöntur. Í báðum tilvikum var um umfangsmiklar ræktun að ræða.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í austurborginni hafi ræktunin farið fram í húsi sem virðist hafa verið notað í þeim eina tilgangi að rækta þar kannabis.  Þar var karlmaður á fertugsaldri handtekinn og hefur hann játað aðild sína að málinu. 

Í Kópavogi var maður á fimmtugsaldri handtekinn vegna ræktunarinnar, þar virðist miklu hafa verið kostað til við að koma upp aðstöðu til ræktunar.