Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hafa breytt hegðun sinni vegna loftslagsins

17.01.2019 - 09:10
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
62,6 prósent landsmanna hafa breytt hegðun sinni undanfarið ár til þess að lágmarka áhrif á umhverfi og loftslag, ef marka má könnun Gallup. Afstaða fólks til loftslagsbreytinga og umhverfismála var könnuð.

Í könnuninni kemur fram að 51,6 prósent hafi breytt neysluvenjum sínum við dagleg innkaup, gagngert til að minnka umhverfisáhrif sín. Færri hafa breytt ferðavenjum sínum eða um það bil fjórðungur landsmanna.

Könnunin var gerð í tilefni af umhverfisráðstefnu Gallup sem haldin verður í Hörpu á föstudag.

Spurt var hvort viðkomandi hafi á síðastliðinum 12 mánuðum breytt hegðun sinni til þess að lágmarka áhrif á umhverfi og loftslagsbreytingar, breytt neysluvenjum sínum í daglegum innkaupum á einhvern hátt gagngert til þess að minnka umhverfisáhrif og breytt ferðavenjum á einhvern hátt til þess að minnka umhverfisáhrif af ferðamáta sínum.