Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Hafa áhyggjur af Þjóðhátíð

18.01.2012 - 15:07
Mynd með færslu
 Mynd:
Í bréfi sem 100 karlmenn hafa sent bæjarstjóra og lögreglustjóra Vestmannaeyja og framkvæmdastjóra Íþróttabandalags Vestmannaeyja og nefndarmanni í Þjóðhátíðarnefnd segir að mennirnir hafi þungar áhyggjur af fjölda nauðgana á þjóðhátíð og telji ástandið óásættanlegt.

Í bréfunum er svara óskað við þremur spurningum um hátíðina. Í ljósi þess að lágmark fimm nauðganir hafi verið tilkynntar á síðustu þjóðhátíð spyrja mennirnir hvort hún verði haldin í sumar. Miðað við aðra stórviðburði á Íslandi skeri þjóðhátíð sig úr hvað varðar fjölda nauðgana sem hljóti að kalla á sérstök viðbrögð. Þá er spurt hvers vegna engu af innkomu hátíðarinnar sé varið til áróðurs gegn kynferðisofbeldi og að lokum hvort ÍBV hyggist greiða þolendum kynferðisofbeldis á þjóðhátíð sanngirnisbætur eins og dæmi séu um að gert hafi verið utan dóms. Undir bréfin rita eitthundrað karlar með nafni sínu og kennitölu.

Hér er bréfið: