Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Hættulegir fangar grófu sér leið úr fangelsi

Police mount guard at Pedro Juan Caballero city jail entrance in Paraguay, Sunday, Jan. 19, 2020. Dozens of inmates escaped from this prison early morning, mostly of Brazil's criminal group PCC, "Capital First Command". (AP Photo/Marciano Candia)
 Mynd: AP
Tugir stórhættulegra fanga sluppu úr fangelsi í Paragvæ í dag að sögn lögreglu. Flestir eru þeir úr brasilíska genginu First Capital Command, sem stundar fíkniefna- og vopnasölu.

Lögreglan segir að fangarnir hafi sloppið í gegnum göng sem þeir grófu í fangelsinu. Fangelsið er í borginni Pedro Juan Caballero við landamæri Paragvæ og Brasilíu, og segir Elena Andrada, talskona lögreglunnar, að færustu menn lögreglunnar hafi verið sendir að landamærunum til þess að endurheimta fangana. Fangarnir eru 76 talsins, 40 frá Brasilíu og 36 frá Paragvæ. Meðal þeirra sem sluppu út voru menn sem áttu þátt í fjöldamorði í San Pedro fangelsinu í júní.

Clothes are seen in a tunnel entrance at Pedro Juan Caballero city jail in Paraguay, Sunday, Jan. 19, 2020. Dozens of inmates escaped from this prison early morning, mostly of Brazil's criminal group PCC, "Capital First Command." (AP Photo/Marciano Candia)
 Mynd: AP

Dómsmálaráðherrann Cecilia Perez sagði blaðamönnum í Paragvæ að það hljóti að hafa tekið fangana nokkrar vikur að grafa göngin. Það þýði að fangaverðir hafi annað hvort ekkert vitað af því, eða ekkert gert í því. Yfirfangavörður fangelsisins var rekinn og tugir fangavarða handteknir.

Elena Andrada, talskona lögreglunnar, sagði að brunarústir fimm sendibíla sem notaðir voru við flóttann hafi fundist í brasilísku borginni Ponta Pora. Það eina sem aðskilur Ponta Pora og Pedro Juan Caballero er breiðgata. 

 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV