Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hætta á hungursneyð í Suður-Súdan

29.05.2018 - 08:52
epa04343247 President of South Sudan, Salva Kiir Mayardit, attends the leaders session entitled 'Investing in Africa's Future', at the US Africa Leaders Summit at the State Department in Washington DC, USA, 06 August 2014. The US Africa
 Mynd: EPA
Grípa verður til brýnna aðgerða til að afstýra hungursneyð í Suður-Súdan. Þetta segja hjálparsamtökin Oxfam og segja milljónir manna í hættu.

Samkvæmt Oxfam eru matvælabirgðir í landinu á þrotum eftir fjögurra ára borgarastyrjöld og þess vegna sé verð á matvælum í landinu mjög hátt um þessar mundir, óviðráðanlegt fyrir marga.

Ýmis óárán og flóð hafi eyðilagt uppskeru á stórum svæðum og þar búi fólk við hungurmörk. Oxfam nefnir sem dæmi bæinn Pibor í austurhluta Bomahéraðs dæmi þar sem fimmtungur íbúa svelti. Víða hafi fólk ekki önnur ráð en að sjóða grös og jurtir sér til matar, margir þoli það ekki og verði veikir, en eigi ekki annarra kosta völ. 

Suður-Súdan hlaut sjálfstæði árið 2011. Um tveimur árum síðar blossaði upp borgarastríð þar sem hersveitir hliðhollar Salva Kiir forseta hafa barist gegn sveitum Rieks Machar, fyrrverandi varaforseta. Tugir þúsunda hafa fallið í stríðsátökunum og margir hrökklast á vergang.

Í síðustu viku var gerð enn ein tilraun til að fá stríðandi fylkingar að samningaborði, án árangurs.