Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hætta á flóði í Skógá

14.02.2020 - 17:53
Mynd: Fréttir / Fréttir
Mjög lítið rennsli er nú í Skógá og þar með Skógarfossi. Kunnugir hafa bent á að það geti stafað af krapastíflu í ánni sem síðan ryðji sig. Við þær aðstæður getur komið flóð fram ána.

 

Á vef lögreglunnar segir að ekki hafi fundist heimildir um mögulegar stærðir slíks flóðs og að líklega skipti þar miklu máli hvar sltíflan sé staðsett. Ferðamönnum hefur verið vísað frá fossinum og vatnamælingasviði veðurstofunnar gert viðvart um málið. Vegna veðurs er ekki hægt að skoða ofar í ána að svo stöddu en það verður gert þegar viðrar til þess.

solveigk's picture
Sólveig Klara Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV