Hæstiréttur frestar refsingu Hraunavina

28.05.2015 - 16:40
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Brynjólfur Þór Guðmunds
Hæstiréttur ákvað í dag að fresta refsingu Hraunavina vegna mótmæla þeirra í Gálgahrauni. Dómurinn sakfelldi þau fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu.

Níu manns voru í október 2014 dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til sektargreiðslu, eitthundrað þúsund krónur á hvern auk lögmannskostnaðar, vegna mótmæla í Gálgahrauni. Málinu var áfrýjað en Hraunavinir, með stuðningi Landverndar, leituðu einnig til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hæstiréttur felldi þá refsingu niður og ákvað að fresta ákvörðun um refsingu í tvö ár, haldi fólk skilorði. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað.

Málið snerist um framkvæmdir Vegagerðarinnar við lagningu vegar í Gálgahrauni. Hópurinn stóð fyrir friðsamlegum mótmælum en fólkið neitaði að fara að fyrirmælum lögreglu og var fjarlægt af vettvangi.

Ragnhildur Jónsdóttir, formaður Hraunavina fagnaði niðurstöðunni og Gunnsteinn Ólafsson, fyrrverandi formaður Hraunavina, sagði þetta mikinn sigur fyrir náttúruvernd á Íslandi.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Hrefna Rós Matthíasdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi