Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Hælisleitendur dvelja í Herkastalanum

16.11.2016 - 15:51
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Útlendingastofnun hefur gert tólf mánaða samning við nýja eigendur Herkastalans um leigu á húsinu til tólf mánaða undir hælisleitendur.

Morgunblaðið greinir frá. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun verður þar pláss fyrir tæplega hundrað manns. Unnið sé að því að fá starfsleyfi útgefið og þegar það er í höfn verður hægt að taka á móti fyrsta fólkinu í húsið. Vonast sé eftir því að það verði sem fyrst.

Útlendingastofnun er með um tíu hús í leigu fyrir hælisleitendur en einnig eru keyptar nætur á hótelum þegar þess gerist þörf. Hjá Útlendingastofnun fengust þær upplýsingar að 750 manns eru í þjónustu í hæliskerfinu, þar af séu 190 manns í þjónustu hjá sveitarfélögunum Reykjavík, Reykjanesbæ og Hafnarfirði á grundvelli samninga við Útlendingastofnun. Þá eru um 560 í þjónustu hjá Útlendingastofnun og um 200 einstaklingar á hótelum. 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV