Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hælisleitendum fjölgar í ESB í fyrsta sinn frá 2015

epa08085524 Seventeen migrants are carried to the shore by Melilla's Military Command after being found navigating close to Chafarinas Islands, in Melilla, Spain, 21 December 2019. Among them was a pregnant woman who was immediately transported by helicopter to the nearest regional hospital.  EPA-EFE/Francisco García Guerrero
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Nær hálf milljón manna sótti um hæli í ríkjum Evrópusambandsins fyrstu níu mánuði þessa árs, heldur fleiri en á sama tímabili árið á undan. Er þetta í fyrsta sinn síðan 2015 sem hælisleitendum fjölgar í stað þess að fækka. Í Evrópusambandinu öllu sóttu 473.215 manns um hæli frá janúarbyrjun til septemberloka, í stað 435.610 á sama tímabili í fyrra. Þeim fjölgar því um 8,6 prósent milli ára.

Þetta er nokkur viðsnúningur, því hælisleitendum hefur fækkað jafnt og þétt síðan ríflega 1,2 milljónir manna sóttu um hæli árið 2015.

Mest er í Frakklandi og á Spáni, og flestir koma hælisleitendurnir frá Sýrlandi, Afganistan og Venesúela. Sem fyrr sækja flestir um hæli í Þýskalandi, en þar heldur hælisleitendum þó enn áfram að fækka, þvert á þróunina í Evrópusambandinu í heild. Samkvæmt frétt Der Spiegel sóttu 133.270 um hæli í Þýskalandi frá ársbyrjun til októberloka í ár, 13 prósentum færri en á sama tímabili í fyrra. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV