Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Hadi rekinn úr stjórn flokks síns

08.11.2014 - 09:45
epa03408774 Yemeni President Abdrabuh Mansur Hadi waits to meet British Prime Minister David Cameron (not pictured) in 10 Downing Street in central London, Britain, 24 September 2012. Hadi, elected Yemeni president in February to lead a political
 Mynd:
Abdrabuh Mansur Hadi, forseti Jemen, var í morgun rekinn úr forystu stjórnmálaflokks síns, Alþýðufylkingarinnar, sakaður um að hafa hvatt öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja refsiðagerðir gegn Ali Abdullah Saleh, fyrrverandi forseta landsins.

Öryggisráðið samþykkti í gærkvöld refsiaðgerðir gegn Saleh og tveimur forystumönnum Houthi-fylkingarinnar, vopnaðra sveita síta sem lagt hafa undir sig stór svæði í Jeman undanfarna mánuði, þar á meðal höfuðborgina Sanaa. Refsiaðgerðirnar fela í sér ferðabann og frystingu eigna.

Saleh, sem hrökklaðist frá völdum fyrir tveimur árum, er enn leiðtogi Alþýðuflykingarinnar, sem hefur yfirburðarstöðu á jemenska þinginu eða 225 þingsæti af 301. Ný ríkisstjórn var kynnt í Jemen í gærkvöld og á Houthi-fylkingin þar fulltrúa.