Gunnar Sigurjónsson í biskupskjöri

05.02.2012 - 15:10
Mynd með færslu
 Mynd:
Sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju býður sig fram til embættis biskups Íslands.

 Gunnar vill gera orð Jóhannesar skírara, „hann á að vaxa en ég að minnka“ (Jóh. 3.30) að einkunnar orðum sínum og leiðarljósi. Í yfirlýsingu Gunnars segir að hlutverk þjóðkirkjunnar sé fyrst og fremst að greiða Jesú Kristi veg meðal fólks og miðla orði hans og kærleika, sérstaklega til þeirra sem farið hafi halloka í samfélagi manna. Gunnar segist ekki bjóði sig fram vegna þess að hann sé betur til þess fallinn en aðrir að verða biskup Íslands. En hann treysti öllu því góða fólki sem hafi hvatt hann áfram í starfi. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi