Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Gunnar sigraði Akhmedov í fyrstu lotu

08.03.2014 - 20:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Bardagakappinn Gunnar Nelson sigraði Rússann Omari Akhmedov í fyrstu lotu í UFC-deildinni í blönduðum bardagalistum í kvöld. Talið er að Akhmedov sé öflugasti andstæðingur sem Gunnar hefur mætt.

Mikill áhugi var á bardaganum sem fór fram í Lundúnum. Hann var meðal annars sýndur í beinni útsendingu á stóru tjaldi í Smárabíói. Þetta er í þriðja sinn sem Gunnar berst í UFC deildinni og er hann enn ósigraður. Hann hefur átt við meiðsli að stríða og er þetta fysti bardagi hans í rúmt ár.