Gunnar Bragi hafi skaðað orðspor HeforShe

30.11.2018 - 11:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsnefnd UN Women á Íslandi fordæmir þá kvenfyrirlitningu og hatursorðræðu sem Gunnar Bragi Sveinsson og fimm aðrir Alþingismenn viðhöfðu á Klausturbar. Nefndin sendi frá sér yfirlýsingu um málið í dag. Kemur fram að þau ummæli sem vitnað hafi verið til séu algjörlega óásættanleg og staðfesti hve mikið verk er enn óunnið í baráttunni fyrir kynjajafnrétti á Íslandi.

Þá segir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, að stjórn og starfsfólk UN Women á Íslandi sé harmi slegið og sérstaklega vonsvikið yfir því að fyrrverandi utanríkisráðherra hafi með þessum hætti skaðað orðspor Barbershop verkfærakistunnar og HeForShe hreyfingarinnar sem gengur ekki síst út á að uppræta niðrandi tal um konur. 

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV