Í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Þórðarsonar efndi Rás 2 til tökulagakeppni á lögum kappans. Bítlarokkið í Hljómum, hipparokkið í Trúbrot, köntríið í Ðe Lónlí Blú Bojs eða diskóið í Þú og ég. Gunnar hefur samið í öllum straumum og stefnum.
Fjöldinn allur af lögum barst og hefur dómnefnd Rásar 2 valið þau ellefu lög sem henni þótti skara fram úr. Hér fyrir neðan má heyra lögin og taka þátt í kosningunni.
Uppfært: Kosningu lauk föstudaginn 27. mars.