Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Gunna Þórðar-lagakeppni Rásar 2 — Kosning

Mynd með færslu
 Mynd: Villi Warén - SENA

Gunna Þórðar-lagakeppni Rásar 2 — Kosning

20.03.2015 - 16:00

Höfundar

Ellefu lög keppa til úrslita í tökulagakeppni til heiðurs Gunnars Þórðarsonar. Við óskum eftir þinni hjálp við að velja sigurlagið - hér er hægt að hlusta á lögin og kjósa það sem þér þykir best.

Í tilefni af sjötugsafmæli Gunnars Þórðarsonar efndi Rás 2 til tökulagakeppni á lögum kappans. Bítlarokkið í Hljómum, hipparokkið í Trúbrot, köntríið í Ðe Lónlí Blú Bojs eða diskóið í Þú og ég. Gunnar hefur samið í öllum straumum og stefnum.

Fjöldinn allur af lögum barst og hefur dómnefnd Rásar 2 valið þau ellefu lög sem henni þótti skara fram úr. Hér fyrir neðan má heyra lögin og taka þátt í kosningunni.

Uppfært: Kosningu lauk föstudaginn 27. mars.