Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Gul viðvörun - stormur, hríð og versnandi færð

07.03.2020 - 03:34
Mynd með færslu
 Mynd: Veðurstofa Íslands
Stormur er í aðsigi á stórum hluta landsins og mikið hríðarveður víða. Veður er farið að versna á Miðhálendinu og á Suðurlandi og þar gengur gul viðvörun í gildi klukkan fjögur í nótt, þegar austanstormur skellur á með hviðum upp í og yfir 35 metra á sekúndu. Þetta veður dynur svo á Suðausturlandi um sexleytið í fyrramálið. Þar - á Suðausturlandi - snýst hann svo í norðvestanstorm upp úr hádegi á morgun, sunnudag.

Á hálendinu fylgir þessu hríðarveður og él á suðausturlandi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna þessa, skafrenningi og snörpum hviðum undir Öræfajökli. Vegagerðin hefur lýsti yfir óvissuástandi milli Víkur og Hvolsvallar og búast má við lokun vega undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit. 

Þá tekur gul viðvörun gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum í kvöld, vegna stífrar norðanáttar með mikilli ofankomu og tilheyrandi ófærð, einkum á fjallvegum. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV