Gul viðvörun og versnandi akstursskilyrði í kvöld

16.02.2020 - 16:41
Mynd með færslu
Mynd úr safni.  Mynd:
Gul viðvörun vegna norðaustan hríðarveðurs hefur verið í gildi á Vestfjörðum frá því í morgun og er í gildi þangað til seinni partinn á morgun. Viðvaranir taka einnig gildi í kvöld á Ströndum, Norðurlandi vestra og Breiðafirði.

Í kvöld er búist við hvassri norðanátt eða stormi, 15-23 m/s en vindhviðum að 30 m/s. Aðstæður geta verið varasamar ökutækjum sem verða óstöðug í hvössum vindi. Veðurstofan varar sérstaklega við því að akstursskilyrði versni á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku í kvöld vegna snjókomu og skafrennings. 

Veðurspáin gerir ráð fyrir því að sunnantil verði skýjað með köflum og úrkomulítið.