Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Guðni verður forseti—helgistund í Dómkirkjunni

Guðni Th. Jóhannesson tekur við embætti forseta Íslands eftir sigur í forsetakosningunum 25. júní. Athöfnin hefst á helgistund í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, predikar. Talsverður mannfjöldi hefur safnast saman á Austurvelli og bíður þess nú að hylla nýjan forseta og forsetafrú.

Rás 1 er með beina útsendingu frá helgistundinni í Dómkirkjunni. Þangað kemur nýr forseti ásamt handhöfum forsetavalds klukkan 15:30. Klukkan 15:50 hefst svo bein útsending í Sjónvarpinu frá embættistökunni – hún verður einnig táknmálstúlkuð á hliðarrásinni RÚV 2.