Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Guðni settur í embætti forseta Íslands

01.08.2016 - 15:48
Guðni Th. Jóhannesson verður settur í embætti forseta Íslands í dag. Hann er sjötti forseti lýðveldisins og tekur við af Ólafi Ragnari Grímssyni sem lét af embættinu á miðnætti í gærkvöld. Bein útsending frá athöfninni hefst í útvarpi klukkan 15:30, 20 mínútum seinna hefst svo bein útsending í sjónvarpinu og þá verður embættistakan táknmálstúlkuð á hliðarrásinni RÚV 2.

Guðni var kjörinn forseti í forsetakosningunum 25. júní.  Hann hlaut rúm 39 prósent atkvæða. Hann er fæddur 1968 og er því yngsti forseti lýðveldisins frá upphafi. Hann er með doktorspróf í sagnfræði og starfaði sem háskólakennari. Hann er kvæntur Elizu Reid og eiga þau saman fjögur börn. Frá fyrra hjónabandi á Guðni eina dóttur. 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV