Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Guðni fundar með Pútín

08.04.2019 - 14:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fundar með Vladimír Pútín forseta Rússlands á miðvikudag í Pétursborg í Rússlandi.

Fundurinn er í tengslum við norðurslóðaráðstefnuna International Arctic Forum. Guðni mun taka þátt í pallborðsumræðum á ráðstenunni á morgun ásamt Pútín, Sauli Ninistö forseta Finnlands, Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs og Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar, en yfirskrift málstofunnar er  Norðurslóðir - hafsjór tækifæra. 

Guðni og Pútín hittast svo aftur daginn eftir, á miðvikudag, þar sem þeir eiga fund sem Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra situr einnig.

Forseti Íslands mun einnig í Rússlandsför sinni heimsækja Ríkisháskólann í Pétursborg, funda með rektor, en einnig hitta að máli forystufólk á sviði viðskipta milli Rússlands og Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsetaembættisins.

holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV