Guðni forseti mætti í sjö ára afmæli Karólínu

16.07.2018 - 17:36
Mynd með færslu
 Mynd: Auðbjörg Elísa Stefánsdótti
Karólína Björt Steinþórsdóttir varð sjö ára á laugardaginn og hélt af því tilefni afmælisboð að heimili sínu á Djúpavogi. Fjölskylda og vinir fögnuðu með Karólínu en að auki bar að garði sérlegan heiðursgest, forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson.

Honum hafði borist boðskort í veisluna, sem Karólína skrifaði honum sjálf og póstlagði, og svo vel vildi til að þessa helgi voru forsetinn og fjölskylda hans einmitt viðstödd opnun myndlistarsýningarinnar Rúllandi snjóbolti/11 í Bræðslunni á Djúpavogi.  

Að sögn Auðbjargar Elísu Stefánsdóttur, móður afmælisbarnsins, var Karólína afar glöð með heimsókn forsetafjölskyldunnar sem skemmti sér vel í boðinu. 

Emilía Sara Ólafsdóttir Kaaber
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi