Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Guðmundur Baldvin leiðir Framsókn á Akureyri

Mynd með færslu
 Mynd: Framsókn Akureyri
Guðmundur Baldvin Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs á Akureyri, skipar efsta sæti á lista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Listinn var samþykktur eftir uppstillingu á fulltrúaráðsfundi Framsóknarfélaganna á Akureyri í morgun.

Ingibjörg Isaksen, bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri skipar annað sæti listans, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir búfjárerfðafræðingur er í þriðja sæti, Tryggvi Már Ingvarsson landmælingaverkfræðingur skipar fjórða sæti, Sunna Hlín Jóhannesdóttir framhaldsskólakennari er í fimmta sæti og Jóhannes Gunnar Bjarnason, íþróttafræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi, er í sjötta sæti.

Á framboðslista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnakosningarnar eru 22 frambjóðendur, 11 konur og 11 karlar. Framsóknarmenn fengu tvo bæjarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum 2014, Guðmund Baldvin Guðmundsson og Ingibjörgu Isaksen.

agusto's picture
Ágúst Ólafsson
Fréttastofa RÚV