Guðlaugur Þór fundar með Lavrov í Moskvu

26.11.2019 - 09:30
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fundar með Sergei Lavrov, rússneskum kollega sínum, í Moskvu í dag. Á fundinum ræða þeir samskipti landanna, norðurslóðamál og viðskipti. Íslensk viðskiptasendinefnd með í för að leita viðskiptatækifæra.

Guðlaugur Þór hitti Lavrov síðast í maí þegar Ísland tók við formennsku í Norðurskautsráðinu. Við það tækifæri bauð Lavov Guðlaugi í opinbera heimsókn til Rússlands.

Á síðasta fundi þeirra í maí ræddu þeir innflutningsbann Rússa á íslenskum sjávarafurðum og viðskiptatækifæri á öðrum sviðum, svo sem sölu á íslenskri þekkingu og búnaði til rússneskra matvælafyrirtækja.

birgirthh's picture
Birgir Þór Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi