Guðlaug er lengst til hægri á þessari mynd. Mynd: Anton Brink - Björt framtíð

Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.
Guðlaug, Jasmina og Arngrímur nýir oddvitar
02.10.2017 - 20:06
Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti nú í kvöld tillögur að uppstillingu í efstu sæti framboðslista sinna í öllum kjördæmum fyrir kosningarnar í lok mánaðar. Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður flokksins og forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Auk hennar koma Jasmina Crnac og Arngrímur Viðar Ásgeirsson inn sem nýir oddvitar. Þá skipta Óttarr Proppé, formaður flokksins, og Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um kjördæmi á milli kosninga.
Efstu sex sætin á hverjum lista voru borin upp til samþykktar á kosningaskrifstofu flokksins nú um kvöldmatarleytið og þau samþykkt. Listarnir líta svona út:
Reykjavíkurkjördæmi norður:
- Óttarr Proppé, ráðherra og formaður Bjartrar framtíðar
- Auður Kolbrá Birgisdóttir, lögmaður
- Sunna Jóhannsdóttir, viðskiptafræðingur
- Ágúst Már Garðarsson, kokkur
- Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent í þjónandi forystu
- Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri CCP og dómari í Gettu betur
Reykjavíkurkjördæmi suður:
- Nichole Leigh Mosty, þingmaður
- Hörður Ágústsson, eigandi Macland
- Starri Reynisson, stjórnmálafræðinemi
- Þórunn Pétursdóttir, landgræðsluvistfræðingur
- Diljá Ámundadóttir, KaosPilot og MBA
- Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, starfsmaður á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar
Suðvesturkjördæmi:
- Björt Ólafsdóttir, ráðherra
- Karólína Helga Símonardóttir, mannfræðingur
- Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri
- G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri
- Ragnhildur Reynisdóttir, markaðsstjóri
- Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri
Suðurkjördæmi:
- Jasmina Crnac, stjórnmálafræðinemi
- Arnbjörn Ólafsson, markaðsstjóri Keilis
- Valgerður Björk Pálsdóttir, framkvæmdastjóri
- Drífa Kristjánsdóttir, bóndi
- Guðfinna Gunnarsdóttir, framhaldsskólakennari
- Eyrún Björg Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari
Norðvesturkjördæmi:
- Guðlaug Kristjánsdóttir, sjúkraþjálfari, forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og stjórnarformaður Bjartrar framtíðar
- Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari í tónlistarskóla Akraness
- Elín Matthildur Kristinsdóttir, meistaranemi
- Gunnsteinn Sigurðsson, þroskaþjálfi og kennari
- Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona
- Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Norðausturkjördæmi:
- Arngrímur Viðar Ásgeirsson, hótelstjóri og íþróttakennari
- Halla Björk Reynisdóttir, flugumferðastjóri
- Hörður Finnbogason, ferðamálafræðingur
- Áshildur Hlín Valtýsdóttir, kennari og markþjálfi
- Jónas Björgvin Sigurbergsson, sálfræðinemi
- Kristín Björk Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og garðyrkjufræðingur
Björt framtíð fékk fjóra þingmenn kjörna í kosningunum í fyrra. Þrír þeirra eru nú oddvitar lista: Björt, Óttarr og Nichole. Sá fjórði, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, hafði lýst því yfir áður en blásið var til kosninga að hún hygðist hætta á þingi um áramót.