Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Guð skapaði ekki heiminn

02.09.2010 - 11:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Guð skapaði ekki heiminn. Þetta fullyrðir stjarneðlisfræðingurinn Stephen Hawking í nýrri bók, en Hawking hefur fram til þessa ekki með öllu útilokað, að Guð hafi átt hönd í bagga. Nú segist Hawking hafa komist að þeirri niðurstöðu, að stóri hvellur sé óhjákvæmileg afleiðing eðlislögmála og því hafi ekki þurft neinn guð til að skapa alheiminn. Þyngdaraflið eitt og sér dugi til þess að alheimurinn skapi í raun sjálfan sig úr engu. Frá því 1974 hefur meginviðfangsefni Hawkings verið að samþætta afstæðiskenningu Einsteins og skammtafræði.