Grunur um að smiti hafi verið leynt í Ischgl

epa08293578 (FILE) - Tourists enjoy a sunny winter day in front of a restaurant at a ski resort in St. Anton am Arlberg, Austria, 12 January 2012 (reissued 14 March 2020). According to reports, the Austrian government has put popular touristic areas, Heiligenblut am Grossglockner, Paznautal, including Ischgl, and St. Anton under quarantine amid the ongoing Coronavirus crisis.  EPA-EFE/STR AUSTRIA OUT
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Yfirvöld í Austurríki hafa hafið rannsókn á því hvort eigendur barsins Kitzloch á skíðasvæðinu í Ischgl hafi leynt því að COVID-19 smit hafi komið upp á barnum. Skíðasvæðið er almennt talið ein af uppsprettum faraldursins á Norðurlöndum og víðar. 

Þetta kemur fram í frétt á vef BBC.

Þar segir að talið sé að barþjónn á Kitzloch hafi veikst í lok febrúar. Gestir á skíðasvæðinu frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Austurríki, hafi reynst smitaðir eftir að hafa komið heim frá bænum í byrjun mars. Stjórnvöld í þessum löndum skilgreindu í kjölfarið skíðasvæðið sem hættusvæði, þrátt fyrir að yfirvöld í bænum hafi gert lítið úr þeim áhyggjum. Barnum Kitzloch var ekki lokað fyrr en 10. mars og bænum öllum þremur dögum síðar.

Áður hefur verið greint frá því að komið hefði fram hörð gagnrýni á yfirvöld í Tíról og þau sökuð um að hafa látið viðvaranir frá Íslandi sér um vind um eyrun þjóta. Talsvert hefur verið fjallað um skíðasvæðið Ischgl í þýskumælandi fjölmiðlum og meðal annars verið greint frá því að yfirvöld í þýsku borginni Hamburg hafi einnig áttað sig á að hægt væri að rekja fjölda sýkinga til skíðasvæðisins. Yfirvöld eru þar gagnrýnd fyrir að hafa einungis sett samstarfsmenn þýska barþjónsins í sóttkví, en ekki hugað að gestum staðarins.

johann's picture
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi