Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Grunsamlegir menn enn á ferli, nú fyrir austan

28.08.2018 - 18:16
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Síðdegis í dag barst lögreglunni á Austurlandi tilkynning um grunsamlega menn banka á dyr í Neskaupstað. Lögregla segir að allt atferli mannanna sé mjög í samræmi við það sem frést hefur víðs vegar af landinu þar sem menn hafa farið inn í hús og stolið verðmætum. Lögreglan segist í tilkynningu vilja biðla til íbúa á svæðinu að hafa augun hjá sér og láta lögreglu strax vita ef vart verður við grunsamlegar mannaferðir.

Sambærilegar fréttir hafa borist frá Norðurlandi vestra, Vesturlandi og Suðurlandi. Fregnirnar eru allar á svipaða leið: Maður eða menn banka upp á, ef einhver svarar segjast þeir vera ferðamenn í leit að gistingu en þiggja ekki ráðleggingar sem þeir fá þar um. Sé enginn heima fara þeir inn og láta greipar sópa.