Mennirnir tveir sem lögregla handtók í Landsbankaútibúinu í Borgartúni í dag eru grunaðir um peningafölsun. Þetta segir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann vill þó ekki ræða um fjárhæðir á þessu stigi. Fleiri hafa ekki verið handteknir vegna málsins. Sjónarvottur segir að mennirnir hafi verið með fulla haldapoka af klinki og matað mynttalningavélar á peningunum þar til þeir voru stöðvaðir.