Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Grófar matpönnukökur

02.03.2016 - 16:01
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Matpönnukökur með kjúklingi og karrýsósu, tilvaldar í nestisboxið og auðvelt að búa þær til.

 

4 stk.

 

Innihald:
4 egg, meðalstór
50 g heilhveiti
50 g hveiti
12 g salt
50 g smjör
1 dl vínberjasteinaolía
2,5 dl léttmjólk
lítil handfylli af fersku, söxuðu óreganó

 

Þar fyrir utan þarf:
Steikarpönnu um 30 sm í þvermál.

 

Í karrýsósuna er blandað saman:
4 msk majónes
2 tsk karrý
svolítið salt
svolítill pipar

 

Aðferð:
Sláið eggin saman í stórri skál.
Vigtið báðar hveititegundirnar og salt og blandið vel saman í annarri skál.
Setjið smjör og olíu í steikarpönnuna og hitið við lágan hita þar til smjörið er bráðnað.
Hellið hveitiblöndunni í skálina með eggjunum og hrærið vel þar til deigið er kekkjalaust.
Bætið bráðinni fitunni út í smám saman um leið og þið hrærið.
Ekki þvo pönnuna!

 

Bætið mjólkinni við í lokin og fersku, söxuðu óreganó og hrærið vel saman.
Setjið „fituga“ pönnuna yfir eldavélarhelluna á góðan, háan hita.
Hellið pönnukökudeiginu svo að það fljóti út á alla pönnuna, passið að hún verði ekki of þunn.
Bakið pönnukökurnar stutta stund á góðum hita báðum megin.
Kælið við stofuhita og fyllið með því sem þið viljið.

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir