Grínað og glensað á tökustað Stranger Things

Mynd með færslu
 Mynd: Stranger Things - YouTube

Grínað og glensað á tökustað Stranger Things

07.11.2019 - 10:19
Stranger Things þáttarraðirnar eru einar þær vinsælustu sem framleiddar hafa verið síðustu ár. Nú hefur YouTube síða þáttanna birt myndbönd sem sýnir mistökin og vitleysuna sem fer fram á tökustað.

Þættirnir fjalla, eins og margir kannski vita, um vinahópinn Mike, Dustin, Lucas og Will sem kynnast hinni yfirnáttúrulegu Eleven. Í sumar var þriðja sería þáttanna frumsýnd en fyrsta og önnur slógu í gegn þegar þær komu út 2016 og 2017. Í myndbandinu frá þriðju seríu er að finna klassísk mistök, danstakta leikaranna og línuna sem David Harbour, sem leikur Jim Hopper, gat ekki náð að segja rétt.  

Tilkynnt var í september að fjórða serían væri væntanleg árið 2020 en þangað til er hægt að hlýja sér við þessi myndbönd en auk mistaka úr þriðju seríu voru birt myndbönd frá annarri og fyrstu sömuleiðis. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hliðarvídd Stranger Things birtist í Fortnite

Sjónvarp

Ekki lítil lengur – ný Stranger Things stikla

Menningarefni

Æsingurinn í kringum Stranger Things