Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Gríman afhent í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhúsið

Gríman afhent í kvöld

12.06.2019 - 13:15

Höfundar

Grímuverðlaunin verða afhent í kvöld í sautjánda sinn og í þetta skipti við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu.

Leiksýningin Ríkharður III eftir William Shakespeare í leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur hlýtur flestar tilnefningar í ár eða samtals 8. Fast á hæla henni með sjö tilnefningar er leiksýningin Súper eftir Jón Gnarr sem Benedikt Erlingsson leikstýrir. Þá er Borgarleikhúsið er með flestar tilnefningar af leikhúsunum eða 30 talsins, Þjóðleikhúsið með 21, Tjarnarbíó með 15 og Menningarfélag Akureyrar með 7. Athöfnin hefst klukkan 20:00 og verður sýnt beint frá henni á RÚV.

Tilnefningar í öllum flokkum eru sem hér segir:

Tengdar fréttir

Leiklist

Ríkharður III með flestar Grímutilnefningar