Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Grillaðar samlokur

10.12.2015 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm
Það er ekkert mál og mjög gaman, að grilla sér ljúffengar samlokur heima þegar maður er svangur. Ég ætla að sýna ykkur nokkrar útgáfur sem eru vinsælar heima hjá mér, til að gefa ykkur innblástur.

Grillaðar samlokur

1.     Tómatsósa, tómatpúrra, ostur/mozzarella rifinn + ólífuolía yfir í lokin, ef vill
2.     Pestó (rautt eða grænt), tómatar/grilluð paprika, ostur/mozzarella rifinn
3.     Mangó chutney, sinnep (lífrænt), tómatar, mozzarella heill skorinn, basilíka, rauðlaukur
4.     Vefja með salsa (mild), fetaosti, sýrðum rjóma, rifnum mozzarella og tómötum = hita / grilla (nota líka afganga t.d. af kjöti ef til – steikja á pönnu með fullt af kryddi
5.     Stappa þroskað avókadó + limesafa + salt + pipar ofan á samloku og/eða vefju

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir