
Greindu óvart frá staðsetningu kjarnavopna
Hún var gefin út í apríl af öryggis- og varnarmálanefnd NATO-þingsins. Skýrslan fjallar um nútímavæðingu kjarnavopna bandalagsins og hömlur á útbreiðslu slíkra vopna.
Þess háttar skýrslur eru alla jafna ekki fréttaefni en í síðustu viku birti belgíska dagblaðið De Morgen hluta úr skýrslunni um kjarnavopnabúr bandalagsins þar sem sagði að um 150 slík vopn væru geymd í sex herstöðvum í Evrópu. Þær eru í Belgíu, Þýskalandi, Hollandi, Tyrklandi og tvær á Ítalíu. Ekki kemur fram í skýrslunni hverjar heimildirnar séu og þegar skýrslan var birt á netinu var búið að fjarlægja umrædda málsgrein.
Day segir að útgáfa skýrslunnar sem birt var hafi einungis verið uppkast og allar upplýsingar í henni áður verið aðgengilegar opinberlega. Embættismenn hjá Atlantshafsbandalaginu segja að ekki sé um opinbert plagg að ræða. Hvorki Bandaríkin né aðrar bandalagsþjóðir hafa nokkurn tíma gefið upp staðsetningu kjarnavopna í Evrópu.
Fjöldi evrópskra fjölmiðla telur þó að með þessum mistökum hafi verið staðfest það sem lengi hafi verið talið, bandarísk kjarnavopn eru geymd á herstöðvum í Evrópu. Talsmaður samtaka sem berjast fyrir hertari aðgerðum gegn útbreiðslu vopna segir þessa uppljóstrun ekki koma á óvart, þetta hafi lengi verið vitað.