Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

„Greiðum þetta ennþá niður“

18.12.2015 - 19:19
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV / Kristín Sigurðardóttir
Sorphirðugjald hækkar mikið í nýrri fjárhagsáætlun Skaftárhrepps. Íbúi í hreppnum segir að sitt gjald hækki um 45%. „Þetta er rétt“, segir Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitarstjóri. Sorphirðugjald hækkar mikið og meira en þetta í sumum tilfellum, td. fyrir frístundahús. Þetta gjald hefur verið alltof lágt. Við greiðum þetta enn niður. Gjaldið verður ekki hærra hér en í öðrum sveitarfélögum, samkvæmt mínum samanburði“.

Sandra Brá segir að sorphirðugjaldið hafi engan veginn staðið undir kostnaði í nokkur ár. Forsendur hafi breyst mikið.  Eftir að sorporkustöð var lögð af á Kirkjubæjarklaustri vegna mengunarstaðla hafi kostnaður aukist. Nú sé allt sorp flokkað. Sorp sé nú urðað á Stjórnarsandi í Skaftárhreppi og á Skógasandi í samvinnu við Rangárþing eystra og Mýrdalshrepp. 

Samúel Örn Erlingsson
Fréttastofa RÚV