Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH á Hvammstanga greiða 13 prósenta viðbótarálag til sauðfjárfjárbænda. Álagið verður greitt á hvert kíló dilkakjöts og kemur til viðbótar við það verð sem tilkynnt var um í upphafi sláturtíðar í haust. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.