Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Greiða 13% álag til sauðfjárbænda

30.09.2017 - 08:31
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Kaupfélag Skagfirðinga og Sláturhús KVH á Hvammstanga greiða 13 prósenta viðbótarálag til sauðfjárfjárbænda. Álagið verður greitt á hvert kíló dilkakjöts og kemur til viðbótar við það verð sem tilkynnt var um í upphafi sláturtíðar í haust. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Greiðslur til sauðfjárbænda í september og október verða samkvæmt verðskrá sem gefin var út í sumar en álagið verður greitt í nóvember. 

Sauðfjárbændum var tilkynnt um hækkunina með bréfi frá félögunum. Í bréfi Kaupfélags Skagfirðinga segir að álagið sé greitt þar sem rekstrarhorfur séu betri en talið var síðasta sumar. Ástæður þess séu meðal annars gengi erlendra gjaldmiðla, einkum gengi evru, sem virðist vera hagstæðara en í fyrra. 

Hér má lesa frétt mbl.is um málið.