Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Græn Borgarlína með innlendri orku

24.10.2019 - 21:33
Mynd með færslu
 Mynd:
Landsvirkjun, Strætó, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðin hafa efnt til samstarfs um greiningu á hentugasta orkugjafa fyrir Borgarlínu. Markmiðið er að orkugjafi Borgarlínu verði vistvænn og innlendur. Vetni, rafhlöður og metan hafa mismunandi eiginleika og koma allir til greina fyrir vagna Borgarlínunnar.

 

Borgarlínan hefur verið í þróun um árabil, en nú er komið að því að finna hentugasta orkugjafann. Verkefnið er unnið í tengslum við fyrstu framkvæmdir Borgarlínu sem eiga að hefjast árið 2021 og leiðarkerfisbreytingu Strætó sem nú er unnið að. Stefnt er að akstri fyrstu tveggja Borgarlínuleiðanna árið 2023.

Hrafnkell Á. Proppé, verkefnisstjóri Borgarlínu segir samkomulagið sem undirritað var í dag snúast um að fá sérfræðiaðstoð við að greina hentugleika orkugjafa út frá ýmsum þáttum.

„Bæði hvað varðar losun kolefnis, sem er nú stóra málið, en ekki síst vegna ýmissa rekstrarþátta annarra, hversu hentugir þeir eru sem fyrst og hvort til séu nógu margir vagnar sem slíkir orkugjafar henta og áfyllingar og annað sem þarf að liggja fyrir þegar skipulag Borgarlínu er endanlega klárað.“

 

Mariash's picture
María Sigrún Hilmarsdóttir
Fréttastofa RÚV