Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Göt á sjókví í Ísafjarðardjúpi

27.03.2020 - 16:10
Mynd með færslu
 Mynd: Einar Rafnsson - RÚV
Þrjú göt komu á nótarpoka tveggja sjókvía Sjávareldis í Ísafjarðardjúpi og fékk Matvælastofnun tilkynningu um málið 20. mars. Götin uppgötvuðust við neðansjávareftirlit 19. mars og er búið að gera við þau. Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum um viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni. 

Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar segir að samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins hafi götin þrjú verið 20x30cm hvert, á um tveggja metra dýpi. Í hvorri kví voru rúmlega 26.000 regnbogasilungar, að meðalþyngd 1,1 kíló. Neðansjávareftirlit fór síðast fram 19. október og var nótarpokinn þá heill.

Sjávareldi (Hábrún hf.) lagði út net til að kanna hvort fiskar hafi sloppið og var Fiskistofa upplýst um málið. Netanna var vitjað bæði á föstudag og laugardag. Enginn silungur veiddist og hefur veiðiaðgerðum verið hætt. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir