Þrjú göt komu á nótarpoka tveggja sjókvía Sjávareldis í Ísafjarðardjúpi og fékk Matvælastofnun tilkynningu um málið 20. mars. Götin uppgötvuðust við neðansjávareftirlit 19. mars og er búið að gera við þau. Matvælastofnun hefur kallað eftir gögnum og upplýsingum um viðbrögð fyrirtækisins og er atvikið til meðferðar hjá stofnuninni.