Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Gosið í andarslitrunum

27.05.2011 - 12:36
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekki er hægt að fullyrða að hætt sé að gjósa í Grímsvötnum. Erfitt er að meta stöðuna þar sem ekki hefur verið hægt að komast að gosstöðvunum. Enn mælist einhver órói í kötlunum sjálfum en hann hefur einnig minnkað verulega.

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun segir að sé gos í gangi þá sé það afar lítið. Gosið virðist því vera í andarslitrunum. Ríkislögreglustjóri ákvað í gær í samráði við lögregluna á Hvolsvelli og Eskifirði að færa viðbúnað almannavarna vegna gossins af neyðarstigi niður á hættustig.