Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Gos hófst í Merapifjalli í morgun

03.03.2020 - 08:10
Mount Merapi spews volcanic material into the air in Sleman, Indonesia, Tuesday, March 3, 2020. Indonesia's most active volcano erupted Tuesday, spewing sand and pyroclastic material and sending massive smoke-and-ash column into the sky. (AP Photo/Slamet Riyadi)
Mikill strókur reis upp úr Merapifjalli í morgun. Mynd: ASSOCIATED PRESS - AP
Gos hófst í Merapi-fjalli, einu virkasta eldfjalli Indónesíu, í morgun og reis öskustrókur sex kílómetra upp í loftið. Ösku rigndi yfir þorp og bæi í allt að tíu kílómetra fjarlægð. 

Að sögn yfirvalda er búist við frekari eldsumbrotum í fjallinu, en þrátt fyrir gos var viðbúnaðarstig þó ekki aukið. Fólki var hins vegar fyrirskipað að halda sig í minnst þriggja kílómetra fjarlægt frá fjallinu. Flugvöllurinn í borginni Solo, sem er í 40 kílómetra fjarlægð, var lokaður eftir gosið hófst. 

Merapifjall, sem er nærri 3.000 metra hátt, hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og mikill landbúnaður er í frjósömum jarðvegi í nágrenni þess.

Síðast varð gos í Merapifjalli fyrir tveimur árum. Meira er 300 fórust þegar fjallið gaus árið 2010 og urðu þá um 280.000 manns að yfirgefa heimili sín.

 

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV