Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Göng kæmu í veg fyrir hættu af snjóflóðum

07.12.2012 - 19:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Hægt er að komast hjá þeirri miklu snjóflóðahættu sem gjarnan skapast í Súðavíkurhlíð með göngum. Þau ættu að verða næst á eftir Dýrafjarðargöngum segir sveitarstjórinn í Súðavík.

Súðavíkurhlíðin lokast nokkrum sinnum á hverjum vetri vegna snjóa og snjóflóða, sem þýðir að landleiðin til Ísafjarðar er þá ófær, auk þess sem bæði vegfarendur og björgunarsveitarmenn eru gjarnan í lífshættu. Það hafa verið gerðar nokkrar úttektir á þessari hættu, að aka Súðavíkurhlíð og Kirkjubólshlíð sem leið liggur frá Súðavík og inn á Ísafjörð.

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, segir að vissulega sé hægt að komast hjá þeirri miklu hættu sem skapast í hlíðinni á hverjum einasta vetri, og það sé með jarðgöngum.

Það væri fullkomin lausn,svo vitnað sé orðrétt í tíu ára gamla skýrslu vegagerðarinnar. Ómar segir að þess vegna telji menn að Súðavíkurgöng eigi að vera næst á eftir göngunum milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.