Gömul í handbolta en ung í listum

Mynd: Auður / Auður Ómarsdóttir

Gömul í handbolta en ung í listum

11.09.2018 - 11:00
Um þessar mundir sýna tveir listamenn myndlist sína í Kling & Bang í Marshall-húsinu. Önnur þeirra er Auður Ómarsdóttir en meðfram sýningunni gefur hún út bók þar sem má finna skissur fleiri verka.

Sýningin ber heitið Stöngin inn. Auður byrjaði nýlega að æfa handbolta eftir sjö ára hlé og þaðan spratt hugmyndin að sýningunni. Áður spilaði hún með félagsliðum af krafti en hætti svo þegar myndlistin tók yfir.

Auður á sér draum um að búa fjarri hraða samfélagsins, hvort sem það er í kastala í heitu landi eða sveitabæ úti á landi. Hún segir það vera hark að vera ungur listamaður á Íslandi og að starfa einungis sem listamaður sé erfitt.

Í dag stendur Auður á þrítugu og telst sem ungur listamaður en inni á handboltavellinum telst hún há í aldri miðað við aðra leikmenn.

Í spilaranum hér að ofan má heyra viðtal við Auði.